Afleit þýðing

Að útleggja „faggot“ sem „hommi“ minnir mig á Stardust, þegar „whoopsie“ (eða var það „poof“?) var þýtt sem „hýr“. Svona gengur bara ekki upp. „Hommi“ er tiltölulega meinlaust orð, þannig séð. Það er eiginlega bara íslenskun á „homosexual“ sem er nú ekki svo slæmt orð. „Faggot“ er öllu sterkara, alveg eins og „whoopsie“ er sterkara en „hýr“.

Það bara hlýtur að vera hægt að finna eitthvað sterkara orð heldur en „hommi“ - svona ef það á að útleggja þetta almennilega. Eins og þetta stendur núna, þá er þetta ekkert ólíkt því að þýða „nag“ sem „hestur“ - þegar t.d. „bikkja“ væri mun betri þýðing. En kannske kunni blaðamaður ekki við að nota jafn gróf orð á íslensku eins og á ensku.


mbl.is BBC ritskoðar jólalag Pogues
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Það er til ágætis orð á íslensku til að þýða enska orðið "faggot". Það er bara ekki í samræmi við pólitískan réttrúnað að nota orðið "kynvillingur". Ef mér skjátlast ekki, þá er Moggin búinn að banna það orð í greinum sem það birtir.

Kristinn (IP-tala skráð) 19.12.2007 kl. 08:36

2 identicon

...eða "hommatittur"

Már (IP-tala skráð) 19.12.2007 kl. 12:51

3 identicon

„Kynvillingur“ er kannske ágætis þýðing. Í það minnsta virðist það vera sama lélega manngerðin sem notar þessi orð reglulega í einhverri alvöru.

Bara verst að það skuli eiginlega ekki vera hægt að þýða þetta orð þannig að aðrar merkingar orðsins komist til skila („knippi af trjágreinum“ er t.d. ein önnur merking orðsins - þannig getur maður sagt „Faggot? That's something to burn“ og ekki sagt eitt orð um samkynhneigða) - að maður tali nú ekki um tenginguna við „fag“ (sem er líka eitthvað til að brenna).

Þorsteinn (IP-tala skráð) 20.12.2007 kl. 00:22

4 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

hví velja menn sér fagott sem sitt hljóðfæri?

bara pæling.

Brjánn Guðjónsson, 13.2.2008 kl. 18:27

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og nítján?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Chaomphalos

Höfundur

Þorsteinn Skúlason úr Skólastræti
Þorsteinn Skúlason úr Skólastræti

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband